Saturday, December 8, 2007

A Clockwork Orange (1971)

Reikna með því að flestir sem lesa bloggið mitt hafi séð þessa mynd Kubricks þannig að ég tala kannski frekar um það sem mér þótti athyglisvert við myndina heldur en að rekja upp allan söguþráðinn. Myndin er mjög listræn og flott, en til að mynda finnst mér flott hvað er mikið af skemmtilegum persónum í myndinni sem eru samt svo óraunverulegar, t.d. konan með typpastyttuna, fangelsisvörðurinn, kallinn í hjólastólnum og að sjálfsögðu Alex de Large. Það er eins og leikararnir séu að leika í einhverjum öðrum stíl sem hentar myndinni samt frábærlega. Myndin einblínir þó nánast eingöngu á Alex de Large og flest sýnt frá hans sjónarhorni. Mikið af flottum senum í myndinni eins og þegar hann fer með tvær stelpur heim og þau stunda kynlíf í dágóða stund en það er allt sýnt hratt, fannst líka mjög flott þegar hann hittir tvo fyrrum félaga sína sem berja hann til óbóta og það heyrist svona doing hljóð í hvert sinn sem þeir berja hann með kylfunum sínum. Sem önnur dæmi get ég nefnt þegar hann er búinn að fara í "aðgerðina" og laus úr fangelsinu og kallinn í hjólastólnum lætur læsa hann inni í herbergi og neyðir hann til þess að hlusta á níundu sinfoníu Beethovens og svo lokasenan þegar hann er orðinn "læknaður" en mér fannst gaman að sjá geðsjúklinginn Alex de Large í sínu gamla formi, brosandi eftir pínu slæman kafla hjá honum.

Smá pæling varðandi Stanley Kubrick, en ég sá myndina The Killing frá árinu 1956 fyrir nokkrum árum síðan og fannst hún nokkuð góð og væri alveg til í að sjá hana aftur svo ég vildi bara athuga hvort það væri áhugi fyrir því að horfa á hana eftir jól (hvað segir þú Siggi?), bara svona hugmynd. Annars væri ég líka til í að sjá Lolitu, hef séð stærstan hluta hennar en ekki endirinn, en hún er samt frekar löng held ég.

2 comments:

Siggi Palli said...

Killing er fín, en ef við horfum á Kubrick mynd eftir áramót þá yrði það að vera Barry Lyndon eða 2001. Við ætlum að einbeita okkur að "nútímanum" eftir áramót (svona seinustu 40 ár).

Siggi Palli said...

Umsögn um blogg
Bara 8 færslur.
Allar mjög góðar, færð smá plús fyrir það.
4,5