Ég og Aron skelltum okkur á Beowulf eða Bjólfskviðu í jólafríinu og held ég alveg örugglega að ég tali fyrir hönd okkar beggja þegar ég segi að myndin var stórfengleg. Fyrir var ég ekkert sérstaklega spenntur þar sem hvorki söguþráðurinn né annað er varðaði myndina heillaði mig mikið auk þess sem maður vissi ekki við hverju mátti búast af þessari þrívíddar tækni. Þvert á móti væntingum mínum þá sat ég dolfallinn í sætinu mínu í rökkruðum kvikmyndasalnum að muncha nachos og sötra svellkalda kók. Fyrst þurftu augun reyndar aðeins að venjast þrívíddartækninni og gleraugunum en það stóð ekki lengi og fyrr en varði var maður allur á iði í sætinu að kippast við af innlifun. -Já innlifun! En það er eitt það frábærasta við þessa mynd eða þessa tækni hvað maður lifir sig inn í myndina. Einnig var ég ánægður með að þeir voru ekkert að ofgera 3-D..inu þó að það hafi komið atriði í myndinni sem fóru í taugarnar á manni. En mér fannst ein sena soldið asnaleg, þegar einhver maður kom ríðandi á hesti í áttina að Beowulf og otaði spjóti að honum og spjótið kemur svona risastórt fram í áhorfendaskarann, minnir að það hafi komið svipað atriði með eitthvað sverð. Þegar ég sá Beowulf var mér hugsað til tölvugerðu myndarinnar Final Fantasy sem ég sá fyrir einhverjum árum síðan. Final Fantasy átti að vera nokkuð byltingarkennd á sínum tíma enda öll tölvugerð en ef ég ber þessar tvær myndir saman þá er Beowulf líklega raunverulegri...auk þess sem hún er í þrívídd!!(makes you think). Annars á þessi mynd bara lof skilið þar sem hún er frábærlega gerð og er fátt sem klikkar. Ég vona líka að þessi tækni verði þróuð áfram á næstu árum því að það væri hægt að gera svo magnaðar myndir á þennan hátt. Beowulf er drasl ein og sér en það er 3-D..ið sem gerir hana að einhverju aðeins meira. Hvernig væru t.d. myndir á borð við Matrix eða LOTR í 3-D?!
Monday, January 7, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
4 stig.
Post a Comment