Wednesday, February 6, 2008

Funny Games (1997)


Þessi mynd frá árinu 1997 er leikstýrð af Michael Haneke en ég þekki ekki aðrar myndir hans. Myndin var sýnd á mánudegi eftir skóla, ég komst ekki svo ég horfði á myndina heima en maður heyrði að menn voru ekkert of sáttir við myndina og voru að tala um að hún væri of langdregin og fleira. Þessu er ég alls ekki sammála heldur fannst mér myndin athyglisverð og nokkuð góð, ekki frábær en góð. Ætli menn hafi ekki tekið eftir því að það var engin bíómyndatónlist í myndinni(held ég alveg örugglega) og hef ég tekið eftir því að það fer soldið minna fyrir bíómyndatónlist í þýskum myndum heldur en t.d. bandarískum og er það þá oftast klassísk tónlist sem er spiluð. Þetta fannst mér alls ekkert verra heldur gerði þetta jafnvel stemminguna raunverulegri. Mér fannst samt pínu asnalegt að aðal vondi gæjinn var alltaf að tala við áhorfendurna. Annað hvort átti þetta að vera eitthvað frumlegt, en þetta hefur oft verið gert áður eins og t.d. í Waynes World að ég held, eða þá fannst handritshöfundinum þetta svo mikil vitleysa að hann hefur bara viljað blanda einhverju asnalegu djóki inn í þetta. En þetta er nefnilega engin vitleysa, það er fullt af svona geðveikum unglingum í Austurríki og Þýskalandi sem hlusta á þungarokk og skjóta niður skólann sinn eða eitthvað álíka heimskulegt. Hefði verið betri ef þessu hefði verið sleppt en endirinn var líka mjög kúl þegar hann biður um lánuð egg.

Oldboy (2003)

Japönsk spennumynd frá 2003 í leikstjórn Chan-wook Park. Myndin snýst um hefnd og segir sögu manns að nafni Dae-su Oh sem var rænt mjög skyndilega og færður í fangaklefa, með sjónvarpi, lítilli baðaðstöðu og rúmi. Hann hefur enga hugmynd um hvers vegna hann var tekinn til fanga, hver var að verki eða hve lengi hann þarf að dvelja í þessu litla herbergi. Eftir 15 löng ár er honum loks sleppt, hann veit ekki hvers vegna mennirnir sem standa á bak við þetta sleppa honum nú eftir allan þennan tíma, en hann veit þó eitt. Hann ætlar að ná fram hefndum.

Frábær mynd í alla staði, lík Fight Club að mörgu leiti en samt mjög frumleg og plottið er náttúrulega snilld. Það er í rauninni bara allt við þessa mynd geðveikt, flott bardagaatriði eins og t.d. þegar hann lemur þarna svona þúsund gæja í klessu en þar er takan alveg einstök. Reyndar kannski spurning afhverju hann reyndi ekki að hafa upp á dóttur sinni þegar honum var sleppt lausum en það er samt bara aukaatriði. Gaman að horfa á þessa og Hold up down og fá þar með smá tilfinningu fyrir japanskri kvikmyndagerð og þó mér hafi ekki þótt Hold up down neitt sérstök þá var Oldboy frábær í alla staði og líklega besta "erlenda mynd" sem ég hef séð. Væri alveg til í að sjá fleiri myndir eftir þennan leikstjóra.

Hold up down (2005)


Ég sá þessa athyglisverðu mynd um daginn og ég verð bara að segja að mér fannst hún ekki nógu góð. Ég reyndar horfði ekki á hana við bestu skilyrði en vegna tölvunnar sem ég horfði á hana í þá var hún hikstandi allan tímann sem var mjög truflandi. Auk þess var ég frekar þreyttur þegar ég byrjaði að horfa á hana svo ég hætti í miðri mynd og kláraði hana seinna. Myndin hefði kannski verið eitthvað betri hefði ég horft á hana í góðum gæðum, eldhress og í góðum félagsskap. En samt er myndin bara svona japönsk sýra, ýmislegt fyndið en manni líður líka hálf undarlega af því að horfa á svona mynd. Jesús dýrkarinn þarna var nokkuð fyndinn og ég hafði líka nokkuð gaman af bardagasenunni í lokin á hótelinu þar sem sýran náði hámarki. Eflaust fín mynd fyrir þá sem fíla svona japanska steypu. Já, hef ekkert mikið um þessa mynd að segja. Bless í bili!