Monday, January 28, 2008

Brúðguminn (2008)




Ég, Aron, Hjálmar og Vésteinn kíktum á Brúðgumann í síðustu viku. Aroni og Vésteini var held ég frekar misboðið og fundust myndin léleg. Hjálmar var ekki alveg á sama máli en honum fannst hún bara vera ágæt miðað við íslenska mynd. Ég er sammála Hjálmari að því leyti að mér fannst myndin fín í samanburði við aðrar íslenskar myndir, hún var vel gerð, vel leikin og þannig séð ekkert yfir mörgu að kvarta en mér fannst hún samt ekkert sérstaklega skemmtileg. Mér fannst hún t.d. betur gerð og betur leikin heldur en Veðramót og málfarið var ekki jafn þvingað eða svona "textalegt" eins og þar(eins og er oft í íslenskum bíómyndum) en samt fannst mér Veðramót vera áhugaverðari. Síðan finnst mér þessi íslenski húmor í bíómyndum orðinn soldið þreyttur, þar sem íslenskur maður í lopapeysu sem er lélegur í ensku er kjánalegur í kringum útlendinga. Þessi mynd ætti samt líklega alveg skilið Eddu þar sem það er mikið lagt í hana og eina sem ég get kvartað yfir er að hún var ekkert sérstaklega skemmtileg, tengdapabbi brúðgumans var nú samt alveg skemmtilegur og nokkuð fyndinn á köflum. Jæja, gott í bili!

e.s. Ein pæling varðandi atriðið þar sem Hilmir Snær er enn kvæntur fyrrverandi konu sinni og hún og presturinn koma að honum og verðandi konu hans út í móa. En mér fannst frekar kjánalegt að þegar þau sjá hann þá grípur hann um typpið á sér eins og bananinn í Svala auglýsingunni. Hann myndi ekkert bregaðst svona við, það er ekkert eins og konan hans hafi ekki séð typpið á honum áður og afhverju ætti honum ekki að vera sama þó að prestinn sæi hann. Kannski enginn að spá í þessu en mér fannst þetta samt sem áður vera ónákvæmni.