Wednesday, February 6, 2008

Hold up down (2005)


Ég sá þessa athyglisverðu mynd um daginn og ég verð bara að segja að mér fannst hún ekki nógu góð. Ég reyndar horfði ekki á hana við bestu skilyrði en vegna tölvunnar sem ég horfði á hana í þá var hún hikstandi allan tímann sem var mjög truflandi. Auk þess var ég frekar þreyttur þegar ég byrjaði að horfa á hana svo ég hætti í miðri mynd og kláraði hana seinna. Myndin hefði kannski verið eitthvað betri hefði ég horft á hana í góðum gæðum, eldhress og í góðum félagsskap. En samt er myndin bara svona japönsk sýra, ýmislegt fyndið en manni líður líka hálf undarlega af því að horfa á svona mynd. Jesús dýrkarinn þarna var nokkuð fyndinn og ég hafði líka nokkuð gaman af bardagasenunni í lokin á hótelinu þar sem sýran náði hámarki. Eflaust fín mynd fyrir þá sem fíla svona japanska steypu. Já, hef ekkert mikið um þessa mynd að segja. Bless í bili!