Frábær mynd í alla staði, lík Fight Club að mörgu leiti en samt mjög frumleg og plottið er náttúrulega snilld. Það er í rauninni bara allt við þessa mynd geðveikt, flott bardagaatriði eins og t.d. þegar hann lemur þarna svona þúsund gæja í klessu en þar er takan alveg einstök. Reyndar kannski spurning afhverju hann reyndi ekki að hafa upp á dóttur sinni þegar honum var sleppt lausum en það er samt bara aukaatriði. Gaman að horfa á þessa og Hold up down og fá þar með smá tilfinningu fyrir japanskri kvikmyndagerð og þó mér hafi ekki þótt Hold up down neitt sérstök þá var Oldboy frábær í alla staði og líklega besta "erlenda mynd" sem ég hef séð. Væri alveg til í að sjá fleiri myndir eftir þennan leikstjóra.
Wednesday, February 6, 2008
Oldboy (2003)
Japönsk spennumynd frá 2003 í leikstjórn Chan-wook Park. Myndin snýst um hefnd og segir sögu manns að nafni Dae-su Oh sem var rænt mjög skyndilega og færður í fangaklefa, með sjónvarpi, lítilli baðaðstöðu og rúmi. Hann hefur enga hugmynd um hvers vegna hann var tekinn til fanga, hver var að verki eða hve lengi hann þarf að dvelja í þessu litla herbergi. Eftir 15 löng ár er honum loks sleppt, hann veit ekki hvers vegna mennirnir sem standa á bak við þetta sleppa honum nú eftir allan þennan tíma, en hann veit þó eitt. Hann ætlar að ná fram hefndum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Oldboy er reyndar frá Suður-Kóreu...
Ok þá veit ég það, kemur ekki fyrir aftur.
3 stig
Endurskoðað: 4 stig.
Post a Comment