Wednesday, February 6, 2008

Funny Games (1997)


Þessi mynd frá árinu 1997 er leikstýrð af Michael Haneke en ég þekki ekki aðrar myndir hans. Myndin var sýnd á mánudegi eftir skóla, ég komst ekki svo ég horfði á myndina heima en maður heyrði að menn voru ekkert of sáttir við myndina og voru að tala um að hún væri of langdregin og fleira. Þessu er ég alls ekki sammála heldur fannst mér myndin athyglisverð og nokkuð góð, ekki frábær en góð. Ætli menn hafi ekki tekið eftir því að það var engin bíómyndatónlist í myndinni(held ég alveg örugglega) og hef ég tekið eftir því að það fer soldið minna fyrir bíómyndatónlist í þýskum myndum heldur en t.d. bandarískum og er það þá oftast klassísk tónlist sem er spiluð. Þetta fannst mér alls ekkert verra heldur gerði þetta jafnvel stemminguna raunverulegri. Mér fannst samt pínu asnalegt að aðal vondi gæjinn var alltaf að tala við áhorfendurna. Annað hvort átti þetta að vera eitthvað frumlegt, en þetta hefur oft verið gert áður eins og t.d. í Waynes World að ég held, eða þá fannst handritshöfundinum þetta svo mikil vitleysa að hann hefur bara viljað blanda einhverju asnalegu djóki inn í þetta. En þetta er nefnilega engin vitleysa, það er fullt af svona geðveikum unglingum í Austurríki og Þýskalandi sem hlusta á þungarokk og skjóta niður skólann sinn eða eitthvað álíka heimskulegt. Hefði verið betri ef þessu hefði verið sleppt en endirinn var líka mjög kúl þegar hann biður um lánuð egg.